Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 desember 2003

Ritstuldur
Ég er bókaormur frá ***víti og ekkert gleður mitt auma hjarta meira en vel skrifuð bók. Ekkert fær mig til að skammast mín meira en hroðvirknisleg vinnubrögð við heimildir og heimildavinnu. Ég er búin að vera að fylgjast með umræðunni um Hannes Hólmstein og meintan ritstuld hans. Þetta kemur mér ekkert rosalega mikið á óvart. Bókin er rúmar 600 blaðsíður og unnin á 8 mánuðum. Það er ekki langur tími til að skrifa stóra og vandaða bók.

Ég er hinsvegar mjög hissa á Hannesi að láta nappa sig svona. Stúdentsprófið mitt var tekið frá FB og hefur ekki alltaf þótt fínn pappír. Það hefur oftar einu sinni komið þær aðstæður þar sem einhver hefur bent mér á það að það væri nú betra að hafa tekið stúdentspróf frá MR. Hinsvegar var mér kennt í FB að nota heimildir og nota þær rétt og síðan klikkt á þessu í HÍ. Hannes er með próf úr MR og próf úr HÍ og próf frá OxfordHáskóla. Allt flottir og fínir skólar og hann með prófessorstitil.

Það sem fram hefur komið um ritstuldinn og lélega heimildanotkun finnst mér vera eins og þarna sé einhver á fyrsta eða öðru ári í menntaskóla. Lætur maður eins og Hannes virkilega svona efni frá sér fara. Og hvað með yfirlesarana? Eiga þeir ekki að þekkja þau verk sem verið er að vitna í? Eða eru þeir hræddir við að leiðrétta mann eins og Hannes? Og af hverju eru yfirlesararnir ekki gefnir upp? Og þegar haft er samband við Hannes segist hann ekki haft tíma til að skoða þessar ásakanir.

Komm onn, hversu heimsk heldur Hannes að íslenska þjóðin sé? Mér finnst öllu líklegra að hann sé búinn að liggja yfir þessu öllu og sanka að sér hverju orði. Ástæðan fyrir því að hann svarar þessu svona seint er eflaust sú að 15 janúar þá heldur hann að allir verði búnir að gleyma þessu. Sem gæti alveg verið því við Íslendingar erum svo gleymin að það er ekki fyndið. Við æsum okkur yfir málum í eina til tvær vikur en svo kemur eitthvað nýtt og við snúum okkur þangað.

Þetta er hinsvegar eitthvað sem ekki má gleymast. Ritstuldur er háalvarlegt mál. Það alvarlegt að mönnum hefur verið vísað úr skóla ef upp um slíkt hefur komist. Hvað er hinsvegar gert við menn sem eru jafn framarlega í háskólaheiminum og Hannes? Sem eru búnir að klára sinn skólatíma og halda sig geta leyft sér svona vinnubrögð. Þetta er spennandi..

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger