Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

18 desember 2003

Grafarvogur útkjálkabær?
Í gærkvöldi lagði ég bíl undir fót og yfirgaf Hafnarfjörð um stundarsakir. Ég ætlaði að heimsækja þau systkinabörn sem ég á ennþá á landinu (Gullmolann og Vélskóladrenginn). Þeir búa báðir á þeim útkjálkastað GRAFARVOGI. Ekki á sama stað, ó nei, og ekki einu sinni nálægt hvor öðrum. Ég er ekki það heppin.

Ástæða heimsóknargleði minnar var einföld; mig langaði að óska vélskóladrengnum gítarspilandi til hamingju með að vera búinn með fyrstu framhaldsskólaprófin og svo langaði mig að sjá hvort Molinn væri ekki örugglega óðum að ná sér.

Ég sem sagt bruna sem leið liggur og upp í Grafarvogu, ákvað að byrja á gítardrengnum þar sem ég ætlaði að stoppa stutt þar. Þegar ég var búinn að keyra um brekkur og hæðir í um það bil hálftíma, upp og niður, til vinstri, til hægri, u-beygja hér og aftur til baka hér. Þá rann upp fyrir mér að ég var villt. Nú skal ég viðurkenna að ég er um það bil áttavilltasta manneskja sem sögur fara af. Held að þetta orð hafi verið búið til um mig. En þetta var samt rídikilus og gott betur en það. Þarna sveimaði ég fram og aftur og ef ég hefði ekki verið búin að segja öllum að vænta mín þá hefði ég verið löngu farin heim aftur. Á tímabili var ég ekki farin að sjá fram á að ég kæmist tímanlega í vinnu morguninn eftir (í dag).

Á endanum fór ég aftur á byrjunarreit og byrjaði upp á nýtt. Keyrði hægt og las á öll skilti sem ég sá, heppin að það var ekki kallað út löggulið til að athuga hvaða fáviti væri að keyra. En ég fann þá báða. Báðir voru hressir. En ég spyr: Hvernig dettur nokkrum með fulla almenna skynsemi til hugar að BÚA þarna?????? Hvernig RATAR fólk heim til sína á kvöldin? Má ég þá frekar biðja um Hafnarfjörðinn ylhýra.....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger