Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 október 2003

Suma daga fer maður illilega fram úr sjálfum sér. Það kemur að vísu ekki oft fyrir mig (RÆT) en núna er samt svoleiðis dagur. Málið er að ég bjó til litla og fallega könnun með sjö spurningum og sendi á ýmsa í fyrirtækinu. Leið og beið og var ég ægilega spennt að sjá hvernig fólk mundi svara. Í dag er ég að pikka inn svörin og þá kemur upp vandamálið. Helv. könnunin er svo flókin og með svo marga svar möguleika að mér er að fallast hendur. Hvað gerir maður í svona tilfellum?????

Jú maður fer á netið og les bloggsíður annars fólks og reynir að gleyma vandamálinu hehe Alltaf gaman á netinu ;)

Ég vaknaði annars upp í morgun og sagði hauknum að ég væri komin með heilahimnubólgu. Hann leit ekki einu sinni á mig þegar hann sagði að það væri kjaftæði því ég væri ekki með hita. Hvers á ég að gjalda að eiga mann með svona mikla samúð? Málið er að fylgifiskurinn minn (vöðvabólgan) er lagst á hálsliðina líka svo ég er öll stíf og er hætt að sofa nema bara litla blundi. Ég er að verða eins og Molinn nema hann er að taka tennur en ég hef það ekki til afsökunar. Mig langar að vita hvað aðrir gera þegar heitt bað dugar ekki lengur og ekki heldur þetta heita á axlirnar? (þýðir ekki að segja mér að fara í nudd því það er ekki til peningur fyrir því, ekki einu sinni þó ég hristi koddann). Ég hélt kannski að ég finndi pening undir koddanum af því hann var orðinn svo hár en það voru þá bara bækur haha Svör óskast sem fyrst ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger