Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 október 2003

Fór með fríðu föruneyti til Nöbbu í gærdag með afmælisgjöfina. Ég var ekki búin að fara og skoða nýju íbúðina hennar þannig að þarna voru slegnar tvær flugur í einu höggi. Við röðuðum í okkur ostum og ostaköku, það var BARA gott eins og leigubílstjórinn vinkona mín mundi segja.

Er frekar illa sofin því ég var að æfa mig á gullmolanum í nótt. Hann var ekki alveg sáttur við mig því hann fékk bara vatn þegar hann orgaði eftir einhverju að drekka. En sé barnunginn þrjóskur þá er hún gamla fænka hans verri, þannig að við erum frekar framlág í augnablikinu. En hann var greinlega búin að fyrirgefa mér þetta áðan því hann klappaði mér og strauk í lengri tíma. Góður drengur ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger