Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 ágúst 2003

Haukurinn þarf sem betur fer ekki að vera lengi atvinnulaus. Hann sótti um á fjórum stöðum í síðustu viku og fékk þrjú nei og eitt já. Það var hringt í hann um hádegisleyti á laugardag og hann ráðinn. Fór í viðtal í dag og leist vel á það sem hann sá. Hann veit að vísu ekki hvenær hann á að byrja því þeir gleymdu að ræða það hehe

Hann er líka búinn að fá leiðréttingu frá skattinum og þarf því ekki að borga alla hundraðþúsundkallana sem þeir rukkuðu hann um, eins gott. Annars hefði svo sem ekkert munað um að bæta því við.

Fórum í matarboð til foreldranna í gær og þar var læknirinn með RönnsuPönnsu. Ægilega gaman. Gullmolinn varð svo undrandi yfir öllu þessu fólki að hann steinþagnaði og fékkst ekki til að koma ofan í sig matarbita. hann var alltof önnum kafinn að horfa á þessa ljóshærðu og lokkafínu frænku sem hann var allt í einu búinn að eignast. Aðeins einu sinni reyndi hann að næla hendinni í lokkana en hún var fljót að öskra á hvasst á hann þannig að hann kippti að sér hendinni. Greyið litla. Hann þekkir nefnilega engar konur með sítt hár nema mömmu sína. Allar aðrar eru stutthærðar og því ekkert gaman að klappa þeim um hárið. Því sá hann sér leik á borði en því var ekki tekið fagnandi, en svona er lífið.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger