Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 júlí 2003

Fríhugsanir og hugsjónir
Mér finnst gott að vera í fríi. Held að þetta sé að stefna allt í voða með mig og ég sé orðin afhuga vinnunni! Getur það verið? Getur það komið fyrir vinnualka á besta skeiði að þeir verði hreinlega afhuga því hugtaki og hugsjón að vinna sér til matar? Æi ég reikna nú kannski með að þegar hungrið fari að svífa á mig (eftir svona 3-4 mánuði miðað við holdafar mitt) þá kannski sjái ég að það er nauðsynlegt að vinna. Hins vegar er eitt gott sem mundi leiða af því framtaki mínu (að hætta að vinna og svelta mig þar sem ég ætti ekki fyrir mat og yrði að lifa af holdafari mínu) nefnilega að ég kæmist þá í "hlaupnu" fötin mín margumtöluðu! það verður að viðurkennast að það væri ægilega skemmtilegt og ég tala nú ekki um ódýrt því það er um heilmikið magn af fötum að ræða sem mundu virka eins og ný og ég þyrfti þar af leiðandi ekki að versla nein önnur haha þetta hljómar betur og betur.
Annars held ég að ég hafi orðið fyrir ofinntöku af súrefni.Ég hef nenfilega ekki verið svona mikið úti í mörg ár eins og ég er búin að vera þessa síðustu daga (vikur). Ég er samt núna farin að finna fyrir smá samviskubiti því ég ætlaði að undirbúa ritgerðina mína í þessu fríi en hef auðvitað varla leitt hugann að henni. Hún hefur vísu sveimað þarna í bakheilanum (einhver sagði mér að svoleiðis væri ekki til en ég get svarið að ég er með bakheila miðað við allar hugsanirnar og þráhyggjuna sem aldrei kemt alveg í framheilann). En sem sagt ritgerðin er þarna í þokunni í bakheilanum ásamt áformum um að léttast um tveggja stafa tölu í þessu sama fríi (já ég veit að þetta er ekki svona langt frí en mar má láta sig dreyma).
Bíllinn minn er ennþá bilaður og eflaust farinn að halda að ég hafi yfirgefið hann for gúdd, en það er ekki svo, ég kann bara ekki að koma þessu planaða heddi á aftur. Haukurinn reynir að vísu að segja mér að það sé ekkert erfitt, "bara að raða þessu saman" en ég bauð honum þá að sauma á mig eins og einn kjól meðan ég raðaði þessu saman. Hann svaraði bara með einhverju bulli sem ekki er hægt að hafa eftir!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger