Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

31 mars 2003

Mánudagur til gleði tralala..Þetta er nú búin að vera fín helgi, frænkuboð á föstudegi, matarboð hjá MB á laugardegi þar sem allt flutningsliðið kom saman og át svínakjöt af mikilli gleði og síðan lært sem aldrei fyrr bæði á laugardag og sunnudag. Ég veit bara ekki hvert þetta stefnir allt saman ;))
Guðrún takk fyrir kveðjuna og ég mun örugglega reka inn nefnið þó það verði kannski ekki alveg strax svo þú fáir ekki nóg af mér alveg um leið ;)
Ég hef heyrt eftir öruggum leiðum (maður hvíslar í eyru annars) að minni kæri bróðir ætli að heimsækja land sitt um páskana og leyfa okkur að njóta nærveru sinnar. Gaman, gaman það er orðið langt síðan síðast. Að vísu sáumst við í mýflugumynd í Tívolí í Köben í fyrra en það voru bara nokkrir tímar (erum svo vel sigld systkinin að við hittumst bara í skemmtigörðum á norðurlöndunum haha). Hann kemur með Snorrann með sér og það verður mikil gleði, verst að þær mæðgur skulu ekki komast líka ;(( Ég vona bara að ég verði ekki farin til Lundúna í rómantíkina þegar þeir koma (fer 15) því ég mig langar MJÖG mikið að hitta þá ;))

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger