Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 febrúar 2003

Í dag þjáist ég af þvílíkri leti að það nær ekki nokkurri átt og það versta við það er að ég get ekki leyft mér það því ég þarf að skila svo mörgum verkefnum í dag (og er búin að skila nokkrum). Þetta er erfitt líf þegar maður getur ekki einu fengið letikast með góri samvisku!
Um helgina fékk ég dugnaðarkast og tók til við að henda og henda! Henda hverju spyrð þú eflaust en það er nú soldið flókið. Ég fór nefnilega að heimsækja SM á afmælinu hennar og þá kom í ljós að hún er búin að vera að henda dóti sem hún hefur verið að sanka að sér í gegnum árin. Ég gat nú ekki minni verið og nú tók við þvílík hreinsun að ég er sko ekki búin að sjá það síðasta af því. Ég fylltist miklu stolti og hringdi í SM og sagði henni að nú væri ég búin að slá henni við því ég ætlaði sko að henda einu sem væri búið að fylgja mér í allmörg ár...darararar... nefnilega hljómplötunum (ekki cd's ó nei gömlu góðu plötunum). Hún fussaði við því og sagðist hafa gert enn betur. Ég spurði angistarfull hvað það gæti verið (og nú kemur trommusóló meðan ég bíð með öndina í hálsinum) .... jamm VÍDEOspólunum!!!! NEI þetta er nú of langt gengið, ég get ekki minni verið og nú verð ég að henda mínum "snökt, snökt" (hinsvegar hef ég ekki skoðaða þær í 5 ár eða meira og plötuspilara hef ég ekki átt í 15 eða 20 ár) þannig að hvers er að sakna???? En ég verð samt að vera sammála SM þetta er ákveðinn léttir, ég get alla farið að drepast í rólegheitunum án þess að aumingja ættingjarnir fái taugaáfall yfir því að þurfa að sortera draslið. En best að koma einu á hreint, það er engin hætta á að allt sé búið þó ég sé búin að taka góðan skurk. Ó nei, þar sem ég er safnari frá helvíti þá er sko nóg eftir!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger